Birta tossalista yfir þá sem ekki virða kvennaverkfall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 12:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB er einn af fjórtán skipuleggjendum kvennaverkfalls. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins á þriðjudag hyggjast birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamla þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu. Formaður BSRB segir markmiðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt. Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira