Lífið

Myndaveisla: Skáluðu fyrir sorginni í Sky Lagoon

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bjarni Lúðvíksson, Helga Guðmundsdóttir, Fanný Huld og Markus Klinger.
Bjarni Lúðvíksson, Helga Guðmundsdóttir, Fanný Huld og Markus Klinger. Jón Ragnar Jónsson

Einstök stemmning skapaðist á góðgerðartónleikunum, Sungið með sorginni, í Sky Lagoon í gærkvöldi þegar tónlistarfólkið Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson, Salka Sól Eyfeld, Karl Olgeirsson og DJ Dóra Júlía skemmtu gestum.

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir, verndari verkefnisins og Hrannar Már, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar opnuðu viðburðinn með hugvekju. 

Tónleikarnir voru fyrsti liðurinn í fjármögnun til styrktar Listasmiðju fyrir börn í sorg sem er samvinnuverkefni G1881 Góðgerðafélags og Sorgarmiðstöðvarinnar.

Tónleikagestir voru um þrjúhundruð manns og virðast þeir hafa skemmt sér vel þrátt fyrir hressilegt rok og rigningu líkt og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.

Pálmi Másson, Nína Björg Magnúsdóttir, Halldór Meyer, María Haraldsdóttir.Jón Ragnar Jónsson
Katrín Sigríður, Andrea Gunnarsdóttir, Anna Lilja Marteinsdóttir, Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir og Margrét Ríkharðsdóttir.Jón Ragnar Jónsson
Sandra Helgadóttir var á meðal tónleikagesta.Jón Ragnar Jónsson
Jón Ragnar Jónsson
Tónlistarkonan GDRN.Jón Ragnar Jónsson
Margt var um manninn á þessum fallegu tónleikum.Jón Ragnar Jónsson
Jón Ragnar Jónsson
Dj. Dóra Júlía.Jón Ragnar Jónsson
Hrannar Már, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar.Jón Ragnar Jónsson
Jón Ragnar Jónsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×