Fótbolti

For­seti Barcelona til rann­sóknar í viða­miklu mútu­máli

Aron Guðmundsson skrifar
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Joan Laporta, forseti Barcelona. EPA-EFE/Alejandro Garcia

Joan Laporta, forseti spænska stórveldisins Barcelona er nú til rannsóknar í tengslum við meintar mútugreiðslur Barcelona til knattspyrnudómara á Spáni. 

Frá þessu greinir Reuters í dag en rannsókn málsins spannar yfir tveggja áratuga tímabil.

Í síðasta mánuði var greint frá því að formleg rannsókn á meintum mútum spænska knattspyrnufélagsins Barcelona væri hafin en Barcelona liggur undir grun í málinu og er grunað um að hafa greitt valda­miklum dómara and­virði 1.000 milljóna ís­lenskra króna til að tryggja sér hag­stæða dóm­gæslu. 

Nú er svo greint frá því að einn angi rannsóknarinnar beinist sérstaklega að Joan Laporta, sem var á þessum tíma, á árunum 2003-2010,  forseti Barcelona. 

En þannig er mál með vexti að hann er núna einnig forseti félagsins eftir að hafa verið kjörinn í embættið öðru sinni árið 2021.

Forráðamenn félagsins hafa ætið neitað sök í málinu og óvíst er á þessu stigi hvort að rannsókn þess leiði af sér ákæru eða það verði látið niður falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×