Innlent

„Þetta er svo mikil þvæla“

Vésteinn Örn Pétursson og Helena Rós Sturludóttir skrifa
Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var nokkuð sammála.
Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var nokkuð sammála.

Nýir fjármála- og utanríkisráðherrar tóku formlega við störfum í dag þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson skiptust á lyklum í ráðuneytunum tveimur.

Fjallað var um lyklaskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og fólk á förnum vegi spurt hvað því þætti um stólaskipti ráðherranna tveggja. Fólk virtist nokkuð sammála.

„Ég vildi frekar að Bjarni færi bara í burtu og það kæmi annar maður í hans stað og hún Þórdís Kolbrún yrði áfram í utanríkisráðuneytinu,“ sagði Jón Þór Ásgrímsson.

Anna Lilja Björnsdóttir sagðist hafa slökkt á fundinum þar sem tilkynnt var um ráðherraskiptin á laugardag.

„Þetta er svo mikil þvæla. Þannig að ég er ekkert mjög sátt. Ef maður ætlar að taka ábyrgð þá verður maður að gera það almennilega,“ sagði Anna.

Hún hefði viljað sjá Bjarna víkja alfarið úr ríkisstjórn.

„Ef ég bregst í mínu starfi þá fæ ég ekki bara starf í einhverju öðru. Þá er ég bara rekin. Það er bara þannig,“ sagði Anna, en bætti þó við að hún væri þakklát fyrir það sem Bjarni hefði gert hingað til.

„Ég vil Bjarna í burtu,“ sagði Guðmundur H. Jónsson, og hafði ekki mikið fleiri orð um það.

„Ég hefði ekki viljað sjá þetta gerast svona,“ sagði Kristján Hermannsson, og vísaði þar til stólaskipta ráðherranna.

Hvernig hefðir þú viljað sjá þetta gerast? 

„Eins og meirihluti þjóðarinnar hefur sýnt, vill að Bjarni hætti,“ sagði hann þá.

Sérstök ábyrgð

„Mér finnst þetta bara fáránlegt, gjörsamlega. Hann er bara ekki að axla ábyrgð,“ sagði Heiðrún Elsa. 

Hermann Hauksson tók í sama streng:

„Mjög sérstök og lítil ábyrgð.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×