Fótbolti

Austur­ríki á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcel Sabitzer tryggði Austurríki sæti á EM.
Marcel Sabitzer tryggði Austurríki sæti á EM. Christian Hofer/Getty Images

Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoraði Marcel Sabitzer það sem reyndist eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 48. mínútu. Lokatölur í Aserbaísjan 0-1.

Sigurinn þýðir að Austurríki er komið á EM og getur enn unnið F-riðil fari svo að Belgía tapi síðustu tveimur leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×