Dræmar undirtektir við sameiginlegri yfirlýsingu Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 12:01 Ljóst er að ríkisstjórnin á verk fyrir höndum við að vinna sér inn traust landsmanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sendu öll frá sér sameiginlega yfirlýsingu á Facebook. Undirtektir eru dræmari en oftast áður. Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41