Erlent

Støre hristir hressi­lega upp í ríkis­stjórninni

Atli Ísleifsson skrifar
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og nýju ráðherrarnir í morgun.
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og nýju ráðherrarnir í morgun. Facebook

Anniken Huitfeldt hefur látið af embætti utanríkisráðherra Noregs. Þetta eru þeirra breytinga á norsku ríkisstjórninni sem Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti um í morgun.

Huitfeldt hefur gegnt embætti utanríkisráðherra frá því að ríkisstjórn Støre tók við í október 2021. Við embættinu tekur Espen Barth Eide sem hefur gegnt embætti ráðherra loftslags- og umhverfismála síðustu ár.

Í heildina segja fjórir ráðherrar skilið við ríkisstjórnina, tveir ráðherrar taka við nýjum ráðuneytum og fimm koma nýir inn í ríkisstjórnina, að því er segir í frétt NRK. 

Hrókeringarnar nú koma fimm vikum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í landinu þar sem hægriflokkur Ernu Solberg, Høyre, náði þeim árangri að verða stærsti flokkurinn. 

Þetta var í fyrsta sinn í 99 ár þar sem Verkamannaflokkurinn, sem Støre stýrir, er ekki stærsti flokkur landsins í kosningum.

Espen Barth Eide er nýr utanríkisráðherra Noregs.EPA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×