Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2023 11:51 Bjarni segist vera að axla ábyrgð með því að skipta um embætti. Hann sæki umboð sitt til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og þau styðji þessa ákvörðun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34