Innlent

Vaktin: Lykla­skipti á mánu­dag

Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa
Breytt ríkisstjórn mynduð í fyrsta sinn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Breytt ríkisstjórn mynduð í fyrsta sinn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi for­sætis­ráð­herra, fráfarandi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag.

Til­efnið er á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér em­bætti fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra vegna mats um­boðs­manns Al­þingis á hæfni hans við söluna á Ís­lands­banka. 

Klukkan 14:00 í dag var svo ríkis­ráðs­fundur á Bessa­­stöðum. Þar munu ráð­herra­­skiptin fara fram. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í beinni á Vísi. 

Stjórnar­þing­­menn funduðu í gær á Þing­­völlum og sagði Katrín Jakobs­dóttir, for­­sætis­ráð­herra við frétta­­stofu að fundurinn væri ó­­­tengdur af­­sögn Bjarna sem fjár­­mála­ráð­herra.

Frétta­stofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgdist með þróun mála í vaktinni í dag og í beinni útsendingu á Vísi.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endur­hlaða síðuna.


Tengdar fréttir

Bjarni og Þór­dís muni skiptast á stólum

Bjarni Bene­dikts­son, frá­farandi fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra verður utan­ríkis­ráð­herra og mun Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, nú­verandi utan­ríkis­ráð­herra, taka við fjár­mála­ráðu­neytinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×