Fótbolti

Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik

Hjörvar Ólafsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson var síógnandi í leiknum í kvöld. 
Orri Steinn Óskarsson var síógnandi í leiknum í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 

„Það eru blendnar tilfinningar hjá mér vissulega eftir þennan leik. Ég er fyrst og fremst svekktur að við höfum ekki náð ekki að vinna en á sama tíma er ég ánægður með að ná að skora fyrsta markið mitt fyrir A-landsliðið,“ sagði Orri Steinn um leikinn í kvöld. 

Orri Steinn var í fremstu víglínu ásamt Hákoni Arnari Haraldssyni í leiknum en þeir þekkjast vel frá tíma þeirra saman hjá FC Köbenhavn: „Ég þekki það vel að spila með Hákoni Arnari og við náum vel saman. 

Klippa: Orri Steinn eftir Lúxemborg:

Við æfðum sóknarleikinn vel í vikunni og það var gott flæði hjá fremstu mönnum og við sköpuðum fullt af færum. Því miður skoruðu við bara eitt mark en við fengum svo sannarlega tækifæri til þess að bæta við fleiri mörkum,“ sagði framherjinn ungi.  

„Nú þurfum við bara að setja hausinn á leikinn við Liechtenstein og vonandi fáum við jafn góðan stuðning þar og við fengum í kvöld. Við stefnum á sigur í þeim leik,“ sagði Orri um framhaldið. 

Orri Steinn Óskarsson fagnar sínu fyrsta marki fyrir A-landsliðið með Hákoni Arnari Haraldssyni.Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×