Fótbolti

Slóvakar náðu ekki í stig | Bosnía fór létt með Liechtenstein

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Leikmenn Portúgal fagna einu af mörkum sínum í leik kvöldsins gegn Slóvakíu.
Leikmenn Portúgal fagna einu af mörkum sínum í leik kvöldsins gegn Slóvakíu. Vísir/EPA

Portúgalar juku við forystu sína á toppi J-riðils undankeppni EM. Bosnía vann svo sinn leik og fer upp fyrir Ísland á stöðutöflunni.

Portúgalar tóku forystuna snemma í leiknum, Slóvakar minnkuðu muninn undir lokin en varð ekki ánægjan úr erfiðinu í þetta seinn. Cristiano Ronaldo hélt áfram að bæta landsliðsmarkamet sitt þegar hann skoraði sitt 124. og 125. mark, það fyrra úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins. Ronaldo var heiðraður fyrir að hafa spilað sinn 200. landsleik í sumar gegn Íslandi. 

Bosnía gekk örugglega frá Lichtenstein, Amar Rahmanovíc braut ísinn á 13. mínútu. Miroslav Stevanovic skoraði svo mark skömmu síðar sem VAR dómari leiksins dæmdi ógilt, það kom þó ekki að sök, hann skoraði annað mark rétt áður en flautað var til hálfleiks. 

Staðan í J-riðli eftir leiki kvöldsins. Öll lið eiga eftir að spila þrjá leiki.

Úrslit kvöldsins hefðu talist jákvæð fyrir íslenska landsliðið og möguleika þess að komast á EM 2024. Slegist er um 2. sætið sem Slóvakía situr í, þeir töpuðu stigum gegn Portúgal og mæta Íslandi í næsta landsleikjaglugga. 

Möguleikar Íslands að fara beint inn á EM eru taldir litlir, sérstaklega í ljósi þess að liðinu mistókst að vinna Lúxemborg fyrr í kvöld, en velgengni liðsins í Þjóðadeildinni gefur þeim möguleika á umspili. 

Úrslit kvöldsins í undankeppni EM: 

Portúgal - Slóvakía 3-2 

Liechtenstein - Bosnía 0-2 

Ísland - Lúxemborg 1-1


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×