Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað í hádeginu.
Hádegisfréttir verða á sínum stað í hádeginu. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi stólaskipti í ríkisstjórninni en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun. 

Við heyrum í ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sem voru þó frekar þögulir um framhaldið. Einnig fjöllum við um fund þingflokka stjórnarmeirihlutans sem fram fer á Þingvöllum í dag. Sá fundur mun hafa verið í bígerð um nokkurt skeið en tengist ekki afsögn Bjarna Benediktssonar úr embætti fjármálaráðherra.

Einnig fjöllum við áfram um ástandið í Ísrael og ræðum bann við mótmælum Palestínumanna í Evrópu en fjölmörg ríki hafa gripið til þess að banna slíkar samkomur. 

Að auki fjöllum við um áhrif boðaðs kvennaverkfalls og segjum frá öryggisbresti hjá Orkuveitunni en óviðkomandi aðili mun hafa flett upp í reikningum viðskiptavina með ólöglegum hætti. 

Á íþróttasviðinu er það landsleikur Íslands og Lúxemborgar sem ber hæst og við heyrum meðal annars í landsliðsþjálfaranum Age Hareide.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×