Innlent

Stjórnar­þing­menn funda á Þing­völlum í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Líklegast er talið að Bjarni og Þórdís Kolbrún hafi einfaldlega stólaskipti.
Líklegast er talið að Bjarni og Þórdís Kolbrún hafi einfaldlega stólaskipti. Vísir/VIlhelm

Þingflokkar stjórnarflokkanna ætla að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Áformaður er ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun þar sem Bjarni Benediktsson mun hverfa úr embætti fjármálaráðherra.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er fer fram ríkisstjórnarfundur klukkan 8:30 í dag og að honum loknum halda ráðherrar ásamt öðrum þingmönnum stjórnarliðsins til hins sameiginlega fundar á Þingvöllum. Þá herma heimildir fréttastofu að ríkisráðsfundur verður haldinn klukkan 14 á morgun.

Morgunblaðið hefur eftir heimildum að fundarefni dagsins séu málaflokkar sem ræddir hafa verið síðustu daga í smærri starfshópum þar sem átt hafa sæti þingflokksformenn og aðstoðarmenn ráðherra. Þá segir að helstu deilumálin innan ríkisstjórnarinnar hafi verið viðruð eins útlendingamálin og orkumálin.

Á Þingvöllum stendur einnig til að ræða efnahagsmálin, aðgerðir til að vinna á verðbólgunni og húsnæðismálin.

Þá segir einnig í blaðinu að samkvæmt heimildum þess úr þingliði Sjálfstæðismanna séu flestir á því að líklegasta niðurstaðan með ríkisstjórnina verði sú að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð taki við af Bjarna í fjármálaráðuneytinu og að Bjarni verði utanríkisráðherra. 

Þó sé ekki einhugur um þetta fyrirkomulag.


Tengdar fréttir

„Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“

Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×