Fótbolti

Tonali og Zaniolo sendir heim úr ítalska landsliðinu vegna rannsóknar lögreglu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sandro Tonali og Nicolo Zaniolo verða ekki með ítalska landsliðinu í komandi landsliðsverkefni.
Sandro Tonali og Nicolo Zaniolo verða ekki með ítalska landsliðinu í komandi landsliðsverkefni. Vísir/Getty

Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, og Nicolo Zaniolo, leikmaður Aston Villa, sæta nú rannsóknar lögreglu á Ítalíu. Þeir hafa því verið sendir heim úr ítalska landsliðshópnum.

Ítalska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem staðfest var að leikmennirnir tveir myndu ekki taka þátt í leikjum ítalska landsliðsins í yfirstandandi landsleikjaglugga þar sem liðið mætir Möltu og Englandi.

Ítalska fréttaveitan ANSA greindi svo frá því að leikmennirnir hafi báðir verið yfirheyrðir vegna rannsóknar á broti á veðmálareglum.

„Knattspyrnusambandið greinir frá því í dag að saksóknaraembættið í Turin hafi hafið rannsókn á leikmönnunum Sandro Tonali og Nicolo Zaniolo, sem um þessar mundir æfa með landsliðinu á Coverciano Federal æfingasvæðinu,“ sagði í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins.

„Burtséð frá því hvert eðli rannsóknarinnar er er ljóst að leikmennirnir eru ekki í réttu ástandi til að mæta til leiks í leikina sem framundan eru og hefur sambandið því ákveðið að leyfa þeim að snúa aftur til félagsliða sinna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×