Andri Lucas þvertekur fyrir meint rifrildi Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 08:31 Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta og danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby Vísir Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. „Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
„Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira