Fleira en fótbolti liggi að baki fyrirhuguðum kaupum Sáda Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 12:01 Sádískur fjárfestingahópur vill kaupa Marseille og ráða Zinedine Zidane sem þjálfara liðsins. Getty Sádískur fjárfestingahópur með tengsl við opinberan fjárfestingarsjóð landsins skoðar að kaupa tvö evrópsk fótboltalið, Marseille og Valencia. Hafnir borganna tveggja séu ekki minna mikilvægar en tækifærin tengd fótboltafélögunum sjálfum. Ekki virðist ætla að hægja á gríðarlegri sókn Sáda í íþróttaheiminum en eyðsla opinbers fjárfestingasjóðs ríkisins, PIF, í leikmannakaup í sádísku deildinni í sumar á vart sinn líka. Sjóðurinn keypti einnig enska fótboltafélagið Newcastle United í hitteðfyrra og hefur fjárfest ríkulega í liðinu. Ástæða þessa miklu fjárfestinga er sögð pólitísk og með framtíðartekjur ríkisins í huga. PIF er sagður muni halda sig til hlés hvað kaup á fótboltaliðum varðar en Sádar þrátt fyrir það langt í frá hættir og vilja fjölga félögum á sínum snærum. Milliliðir verði notaðir til kaupa á félögum að svipaðri stærð og Newcastle. Marseille og Valencia mættust í úrslitum UEFA-bikarsins árið 2004 og mega bæði muna fífil sinn fegurri.Getty Lið sem séu sögulega stór félög, eigi stóran og sterkan stuðningsmannahóp, sé í ákveðinni lægð og því mikil tækifæri til hraðrar uppbyggingar sem kosti ekki of mikið. Valencia á Spáni og Marseille á Frakklandi eru efst á lista Sáda samkvæmt breska miðlinum Independent og uppfylla félögin ofantalin skilyrði. Zinedine Zidane er sagður vera á radar Sáda til að taka við Marseille ef kaup á félaginu ganga í gegn. Valencia hefur munað fífil sinn fegurri og verið á niðurleið undanfarin ár vegna lítillar fjárfestingar eiganda liðsins, Peter Lim. Hann er hins vegar sagður efins um sölu á félaginu þar sem verið er að byggja nýjan völl sem geti skilað af sér miklum tekjum. Interesting thing about Marseille, Valencia & Newcastle is that they are all port cities in need of some significant inward investment. There's been Saudi Arabian interest in their container port facilities for some time... pic.twitter.com/JnID976wCE— Professor Simon Chadwick (@Prof_Chadwick) October 10, 2023 Simon Chadwick, prófessor við Skema-háskóla, bendir á að Sádar hafi undanfarið litið í kringum sig eftir hafnarsvæði til að fjárfesta í. Bæði Marseille og Valencia eru hafnarborgir og geti kaup á félögunum greitt leið að frekari fjárfestingum í borgunum tveimur. Sádar geti því slegið tvær flugur í einu höggi með kaupum á félögunum tveimur. Sádi-Arabía Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
Ekki virðist ætla að hægja á gríðarlegri sókn Sáda í íþróttaheiminum en eyðsla opinbers fjárfestingasjóðs ríkisins, PIF, í leikmannakaup í sádísku deildinni í sumar á vart sinn líka. Sjóðurinn keypti einnig enska fótboltafélagið Newcastle United í hitteðfyrra og hefur fjárfest ríkulega í liðinu. Ástæða þessa miklu fjárfestinga er sögð pólitísk og með framtíðartekjur ríkisins í huga. PIF er sagður muni halda sig til hlés hvað kaup á fótboltaliðum varðar en Sádar þrátt fyrir það langt í frá hættir og vilja fjölga félögum á sínum snærum. Milliliðir verði notaðir til kaupa á félögum að svipaðri stærð og Newcastle. Marseille og Valencia mættust í úrslitum UEFA-bikarsins árið 2004 og mega bæði muna fífil sinn fegurri.Getty Lið sem séu sögulega stór félög, eigi stóran og sterkan stuðningsmannahóp, sé í ákveðinni lægð og því mikil tækifæri til hraðrar uppbyggingar sem kosti ekki of mikið. Valencia á Spáni og Marseille á Frakklandi eru efst á lista Sáda samkvæmt breska miðlinum Independent og uppfylla félögin ofantalin skilyrði. Zinedine Zidane er sagður vera á radar Sáda til að taka við Marseille ef kaup á félaginu ganga í gegn. Valencia hefur munað fífil sinn fegurri og verið á niðurleið undanfarin ár vegna lítillar fjárfestingar eiganda liðsins, Peter Lim. Hann er hins vegar sagður efins um sölu á félaginu þar sem verið er að byggja nýjan völl sem geti skilað af sér miklum tekjum. Interesting thing about Marseille, Valencia & Newcastle is that they are all port cities in need of some significant inward investment. There's been Saudi Arabian interest in their container port facilities for some time... pic.twitter.com/JnID976wCE— Professor Simon Chadwick (@Prof_Chadwick) October 10, 2023 Simon Chadwick, prófessor við Skema-háskóla, bendir á að Sádar hafi undanfarið litið í kringum sig eftir hafnarsvæði til að fjárfesta í. Bæði Marseille og Valencia eru hafnarborgir og geti kaup á félögunum greitt leið að frekari fjárfestingum í borgunum tveimur. Sádar geti því slegið tvær flugur í einu höggi með kaupum á félögunum tveimur.
Sádi-Arabía Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira