Innlent

Reyna aftur að fá rekstrar­aðila í Sunnu­torg

Árni Sæberg skrifar
Íbúar Laugardals hafa sagt Sunnutorg í núverandi mynd lýti á hverfinu.
Íbúar Laugardals hafa sagt Sunnutorg í núverandi mynd lýti á hverfinu. Vísir/Vilhelm

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins.

Á Langholtsvegi í hjarta Laugardalsins stendur Sunnutorg sem er eitt helsta kennileiti hverfisins en þar var í áratugi starfrækt sjoppa. Árið 2017 auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum um hvað skyldi taka við í húsinu en fimm árum síðar bólar ekki á neinu og húsnæðið heldur áfram að grotna niður.

Í auglýsingu Reykjavíkurborgar segir að áður hafi verið auglýst eftir hugmyndum fyrir Sunnutorg og samtal hafi verið í gangi við áhugasama, en þær hugmyndir ekki orðið að veruleika. 

Að þessu sinni sé um er að ræða forval en matsnefnd muni velja úr tillögum og verði þeim sem hún velur boðið til áframhaldandi viðræðna.

Óskað sé eftir því að áhugasamir leggi fram hugmynd að starfsemi og endurbótum á húsnæðinu og upplýsingar um hvernig starfsemi fellur að því umhverfi þar sem húsnæðið stendur. Gert sé ráð fyrir að viðsemjandi hagnýti húsnæðið á leigutímanum fyrir starfsemina. Áætlað sé að gera leigusamning við þann sem þykir eiga bestu hugmyndina að mati matsnefndar.

Umsækjendum sé frjálst að nálgast viðfangsefnið frá þeim sjónarhóli sem þeim þykir áhugaverðastur. Í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar komi fram nánari upplýsingar um þau atriði sem fylgja eiga umsókn.


Tengdar fréttir

Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi

Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×