„Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2023 14:13 Ýmsir tjá skoðun sína á ákvörðun Bjarna, meðal annars Vilhjálmur Birgisson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Alexandra Briem. Vísir Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. Bjarni tilkynnti ákvörðun sína á óvæntum blaðamannafundi í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í morgun. Tíðindin hafa vakið mikla athygli líkt og viðbrögð á samfélagsmiðlum bera með sér. Þegar hafa stjórnmálamenn líkt og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hrósað Bjarna og sagt ákvörðunina rétta. Eins og í útlöndum Illugi Jökulsson hrósaði Bjarna fyrir ræðu sína í morgun á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann sagði að það væri líkt og hann væri staddur í útlöndum. „Ræða Bjarna á blaðamannafundinum um að hann hljóti að axla ábyrgð gagnvart áliti umboðsmanns þótt hann sé í sjálfu sér ósammála því heyrir til verulegra tíðinda úr munni íslensks stjórnmálamanns. Allt í einu var eins og við værum í útlöndum! Bjarni er maður að meiri, það verður að segjast.“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina sannarlega óvænta en skiljanlega. „Traust fjármálakerfis er miklu mikilvægara en hver situr í stól fjármálaráðherra.“ Ódýrara ef Bjarni verður áfram ráðherra Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, flækir ekki hlutina. Hún segist einfaldlega á dauða sínum hafa átt von. Samflokkskona hennar, Alexandra Briem, segist aldrei hafa átt von á því að Bjarni myndi raunverulega stíga til hliðar. „Þetta er að minnsta kosti lágmarks viðbragð, og hefur verið kallað eftir því að hann segi af sér síðan þessi sala fór fram. Ég hlýt að virða það við hann, amk. á þessum tímapunkti að hafa séð það að hann gæti ekki setið áfram með þennan úrskurð á bakinu.“ Hún segir að hvort sem Bjarni hafi ákveðið þetta alveg sjálfur eða honum verið gert ljóst af flokknum eða samstarfsaðilum að honum væri ekki sætt, þá væri þetta að minnsta kosti rétt skref. „Ég vil nú samt fylgjast aðeins með því hvernig þetta spilast, ef hann situr áfram sem þingmaður, verður áfram formaður flokksins og skiptir á ráðuneyti við Þórdísi (eða annan samherja) þá verður þetta auðvitað töluvert ódýrara.“ Bjarni að setja pressu á Svandísi? Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar-og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir Bjarna með ákvörðun sinni setja pressu á Vinstri græn. „Setur fordæmi sem Svandís verður að fylgja ef álit Umboðsmanns um hvalveiðibannið verður neikvætt. Endurskoðun hennar á kvótakerfinu þá úr sögunni og BB fer hlæjandi í utanríkisráðuneytið.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í svipaðan streng og segir ákvörðunina risastór jákvæð tíðindi fyrir íslenskt samfélag sama hvar fólk sé statt í pólitík. „Ástæðan fyrir því að þetta eru jákvæð tíðindi er að með þessari ákvörðun sendir fjármálaráðherra skýr fordæmi um að ráðherrum ber að virða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis og annarra ríkisstofnanna sem telja að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum eða góðri stjórnsýslu. Hann segir fróðlegt að sjá hver viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, verði þegar álit Umboðsmanns muni liggja fyrir varðandi tímabundið bann við hvalveiðum. Hann segir marga lögspekinga telja að ráðherra hafi brotið stjórnsýslulög illilega með þeirri ákvörðun sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. „Það hefur til þessa verið lenska hjá íslenskum stjórnmálamönnum oft á tíðum að hunsa álit Umboðsmanns og jafnvel niðurstöðu dómstóla. Með þessari ákvörðun hjá fjármálaráðherra hafa verið mörkuð ný viðmið þar sem ráðherrum ber að axla ábyrgð ef ekki er farið eftir lögum eða reglum sem gilda í þessu landi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birtir mynd af Bjarna þar sem hann var við kökuskreytingar í frægu myndbandi. Hún virðist ekki eiga eftir að sakna Bjarna sem fjármálaráðherra og segir einfaldlega „Adieu!“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í borgarstjórn, segir það sama, einfaldlega „bless“ á samfélagsmiðlinum Facebook. „Hvað er íslenskara en þetta?“ „Hvað er íslenskara en þetta? Bankasýsla ríkisins var stofnuð til að tryggja að sitjandi ráðherra hefði ekki pólitísk afskipti af rekstri eða sölu á bönkum í eigu ríkisins. Nú er komin úrskurður um að fjármálaráðherra sé óhæfur af því að hann hafði ekki pólitísk afskipti,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP, um ákvörðun Bjarna á samfélagsmiðlinum X. Hagfræðingurinn Þórður Pálsson tekur í svipaðan streng og Jón Haukur. Hann segir að fyrst hafi verið settar á fót sjálfstæðar stofnanir til að taka faglegar ákvarðanir sem eigi að vera svo miklu betri en pólitískar ákvarðanir. „Því næst eru stjórnmálamennirnir snupraðir fyrir ákvarðanirnar sem þeir tóku ekki og áttu ekki að koma nálægt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Bjarni tilkynnti ákvörðun sína á óvæntum blaðamannafundi í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í morgun. Tíðindin hafa vakið mikla athygli líkt og viðbrögð á samfélagsmiðlum bera með sér. Þegar hafa stjórnmálamenn líkt og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hrósað Bjarna og sagt ákvörðunina rétta. Eins og í útlöndum Illugi Jökulsson hrósaði Bjarna fyrir ræðu sína í morgun á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann sagði að það væri líkt og hann væri staddur í útlöndum. „Ræða Bjarna á blaðamannafundinum um að hann hljóti að axla ábyrgð gagnvart áliti umboðsmanns þótt hann sé í sjálfu sér ósammála því heyrir til verulegra tíðinda úr munni íslensks stjórnmálamanns. Allt í einu var eins og við værum í útlöndum! Bjarni er maður að meiri, það verður að segjast.“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina sannarlega óvænta en skiljanlega. „Traust fjármálakerfis er miklu mikilvægara en hver situr í stól fjármálaráðherra.“ Ódýrara ef Bjarni verður áfram ráðherra Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, flækir ekki hlutina. Hún segist einfaldlega á dauða sínum hafa átt von. Samflokkskona hennar, Alexandra Briem, segist aldrei hafa átt von á því að Bjarni myndi raunverulega stíga til hliðar. „Þetta er að minnsta kosti lágmarks viðbragð, og hefur verið kallað eftir því að hann segi af sér síðan þessi sala fór fram. Ég hlýt að virða það við hann, amk. á þessum tímapunkti að hafa séð það að hann gæti ekki setið áfram með þennan úrskurð á bakinu.“ Hún segir að hvort sem Bjarni hafi ákveðið þetta alveg sjálfur eða honum verið gert ljóst af flokknum eða samstarfsaðilum að honum væri ekki sætt, þá væri þetta að minnsta kosti rétt skref. „Ég vil nú samt fylgjast aðeins með því hvernig þetta spilast, ef hann situr áfram sem þingmaður, verður áfram formaður flokksins og skiptir á ráðuneyti við Þórdísi (eða annan samherja) þá verður þetta auðvitað töluvert ódýrara.“ Bjarni að setja pressu á Svandísi? Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar-og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir Bjarna með ákvörðun sinni setja pressu á Vinstri græn. „Setur fordæmi sem Svandís verður að fylgja ef álit Umboðsmanns um hvalveiðibannið verður neikvætt. Endurskoðun hennar á kvótakerfinu þá úr sögunni og BB fer hlæjandi í utanríkisráðuneytið.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í svipaðan streng og segir ákvörðunina risastór jákvæð tíðindi fyrir íslenskt samfélag sama hvar fólk sé statt í pólitík. „Ástæðan fyrir því að þetta eru jákvæð tíðindi er að með þessari ákvörðun sendir fjármálaráðherra skýr fordæmi um að ráðherrum ber að virða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis og annarra ríkisstofnanna sem telja að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum eða góðri stjórnsýslu. Hann segir fróðlegt að sjá hver viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, verði þegar álit Umboðsmanns muni liggja fyrir varðandi tímabundið bann við hvalveiðum. Hann segir marga lögspekinga telja að ráðherra hafi brotið stjórnsýslulög illilega með þeirri ákvörðun sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. „Það hefur til þessa verið lenska hjá íslenskum stjórnmálamönnum oft á tíðum að hunsa álit Umboðsmanns og jafnvel niðurstöðu dómstóla. Með þessari ákvörðun hjá fjármálaráðherra hafa verið mörkuð ný viðmið þar sem ráðherrum ber að axla ábyrgð ef ekki er farið eftir lögum eða reglum sem gilda í þessu landi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birtir mynd af Bjarna þar sem hann var við kökuskreytingar í frægu myndbandi. Hún virðist ekki eiga eftir að sakna Bjarna sem fjármálaráðherra og segir einfaldlega „Adieu!“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í borgarstjórn, segir það sama, einfaldlega „bless“ á samfélagsmiðlinum Facebook. „Hvað er íslenskara en þetta?“ „Hvað er íslenskara en þetta? Bankasýsla ríkisins var stofnuð til að tryggja að sitjandi ráðherra hefði ekki pólitísk afskipti af rekstri eða sölu á bönkum í eigu ríkisins. Nú er komin úrskurður um að fjármálaráðherra sé óhæfur af því að hann hafði ekki pólitísk afskipti,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP, um ákvörðun Bjarna á samfélagsmiðlinum X. Hagfræðingurinn Þórður Pálsson tekur í svipaðan streng og Jón Haukur. Hann segir að fyrst hafi verið settar á fót sjálfstæðar stofnanir til að taka faglegar ákvarðanir sem eigi að vera svo miklu betri en pólitískar ákvarðanir. „Því næst eru stjórnmálamennirnir snupraðir fyrir ákvarðanirnar sem þeir tóku ekki og áttu ekki að koma nálægt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira