„Þetta er rétt ákvörðun“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. október 2023 11:42 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira