Fótbolti

EM 2028 haldið á Bret­lands­eyjum en á Ítalíu og Tyrklandi 2032

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikið verður á Wembley í London.
Leikið verður á Wembley í London. Getty/ Matt Cardy

Englendingar, Skotar, Írar og Walesverjar munu í sameiningu halda Evrópumótið í fótbolta árið 2028 en þetta var endanlega ákveðið á fundi Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA í Sviss í dag. Þá var einnig ákveðið hvar mótið fari fram árið 2032.

BBC greinir frá. Leikið verður á sex leikvöngum á Englandi eða á Wembley í London, Tottenham Hotspur vellinum í London, Etihad vellinum í Manchester, St James’ Park í Newcastle, Villa Park í Birmingham og Bramley-Moore Dock, nýjum heimavelli Everton í Liverpool.

Einnig verður leikið á Hampden Park í skosku borginni Glasgow, Casement Park í Belfast á Norður-Írlandi, Aviva Stadium í Dyflinni á Írlandi og Principality-vellinum í Cardiff í Wales.

Á fundi UEFA var einnig staðfest að mótið 2032 verði á Ítalíu og Tyrklandi. Ítalir og Tyrkir lögðu upphaflega fram sitt hvora umsóknina en þegar leið á ferlið var ákveðið að sameina umsóknirnar.

Næsta Evrópumót í fótbolta fer fram í Þýskalandi næsta sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×