Fótbolti

Toppliðið kastaði frá sér tveggja marka forystu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joshua Zirkzee jafnaði metin fyrir Bologna.
Joshua Zirkzee jafnaði metin fyrir Bologna. Marco Luzzani/Getty Images

Inter Milan, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið tók á móti Bologna í dag.

Heimamenn í inter byrjuðu af miklum krafti og Francesco Acerbi kom liðinu yfir strax á 11. mínútu áður en Lautaro Martinez tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum síðar.

Gestirnir minnkuðu þó muninn á 19. mínútu er Riccardo Orsolini skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Lewis Ferguson innan vítateigs og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Joshua Zirkzee jafnaði svo metin fyrir Bologna snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan varð 2-2 jafntefli, en Inter trónir enn á toppi ítölsku deildarinnar, nú með 19 stig eftir átta leiki. Bologna situr hins vegar í áttunda sæti með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×