Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. október 2023 14:30 Veggjalús er orðin mjög algeng hér á landi en hún kom fyrst hingað til lands árið 1893. Hún skríður upp í rúm til fólks á nótunni til að nærast. Getty Images Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. Veggjalýs í fjölda stofnana og skóla Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Stöð 5, að veggjalýs hefðu fundist í allt að 17 stofnunum og að sjö skólum hefði verið lokað. Franska ríkisstjórnin boðaði til sérstaks fundar vegna þessarar óskemmtilegu blóðsugu, en nú stendur heimsmeistarakeppnin í ruðningi yfir í Frakklandi og fyrir dyrum eru Ólympíuleikarnir næsta sumar, svo Frakkar mega lítt við faraldri af þessari tegund í augnablikinu. Attal segir að gripið verði til aðgerða hið snarasta, viðurkenndir lúsabanar hafi verið kallaðir til sem eigi að ráða niðurlögum lúsarinnar á innan við sólarhring. Finnast á milljónum heimila Talið er að veggjalýs finnist á 10. hverju heimili í Frakklandi og getur það kostað heimilishaldið nokkur hundruð evrur að hreinsa heimilið af óværunni. Þá hafa veggjalýs fundist að undanförnu í neðanjarðarlestarkerfinu í París, á Charles De Gaulle flugvellinum og í frönskum hraðlestum en breska blaðið Guardian segir að 15 slíkar bruni til Lundúna á degi hverjum og að aukinnar hræðslu gæti á meðal Englendinga við að þeir flytji þessa óvelkomnu gesti inn á heimili sín. Veggjalýs eru velþekktar á Íslandi Veggjalúsin er Íslendingum ekki alveg ókunn. Hún fagnar í ár 130 ára afmæli landnáms á Íslandi en hennar varð fyrst vart á Framnesi við Dýrafjörð árið 1893 og getum við þakkað norskum hvalföngurum þann innflutning. Getur fjölgað sér 500 sinnum á ævinni Veggjalúsin nærist alfarið á blóði, helst mannablóði. Hún hefst gjarnan við í námunda við svefnstæði manna og getur á 10 mínútum sogið tífalda þyngd sína af blóði. Eftir slíka máltíð leggst hún á meltuna og verpir gjarnan eggjum en hún verpir allt að 500 eggjum á æviskeiði sínu sem er upp undir eitt og hálft ár. Frakkland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Veggjalýs í fjölda stofnana og skóla Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Stöð 5, að veggjalýs hefðu fundist í allt að 17 stofnunum og að sjö skólum hefði verið lokað. Franska ríkisstjórnin boðaði til sérstaks fundar vegna þessarar óskemmtilegu blóðsugu, en nú stendur heimsmeistarakeppnin í ruðningi yfir í Frakklandi og fyrir dyrum eru Ólympíuleikarnir næsta sumar, svo Frakkar mega lítt við faraldri af þessari tegund í augnablikinu. Attal segir að gripið verði til aðgerða hið snarasta, viðurkenndir lúsabanar hafi verið kallaðir til sem eigi að ráða niðurlögum lúsarinnar á innan við sólarhring. Finnast á milljónum heimila Talið er að veggjalýs finnist á 10. hverju heimili í Frakklandi og getur það kostað heimilishaldið nokkur hundruð evrur að hreinsa heimilið af óværunni. Þá hafa veggjalýs fundist að undanförnu í neðanjarðarlestarkerfinu í París, á Charles De Gaulle flugvellinum og í frönskum hraðlestum en breska blaðið Guardian segir að 15 slíkar bruni til Lundúna á degi hverjum og að aukinnar hræðslu gæti á meðal Englendinga við að þeir flytji þessa óvelkomnu gesti inn á heimili sín. Veggjalýs eru velþekktar á Íslandi Veggjalúsin er Íslendingum ekki alveg ókunn. Hún fagnar í ár 130 ára afmæli landnáms á Íslandi en hennar varð fyrst vart á Framnesi við Dýrafjörð árið 1893 og getum við þakkað norskum hvalföngurum þann innflutning. Getur fjölgað sér 500 sinnum á ævinni Veggjalúsin nærist alfarið á blóði, helst mannablóði. Hún hefst gjarnan við í námunda við svefnstæði manna og getur á 10 mínútum sogið tífalda þyngd sína af blóði. Eftir slíka máltíð leggst hún á meltuna og verpir gjarnan eggjum en hún verpir allt að 500 eggjum á æviskeiði sínu sem er upp undir eitt og hálft ár.
Frakkland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila