Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 06:43 Joe Biden Bandaríkjaforseti barðist harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í kosningabaráttunni 2020. AP Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Forsetinn segir að hann „geti ekki“ stöðvað framkvæmdirnar þar sem fjármögnun þeirra hafi verið samþykkt árið 2019. Fulltrúar ráðuneytis heimavarnamála segja knýjandi þörf fyrir landamæramúrinn, en rúmlega 2,2 milljónir manna sem hafa reynt að smygla sér inn í Bandaríkin hafa verið handteknir það sem af er ári. Í frétt BBC segir að Biden sæti sífellt meiri gagnrýni vegna síhækkandi fjölda farandfólks í stórborgum á borð við New York. Er hann sagður hafa sofið á verðinum vegna stöðunnar á landamærunum að Mexíkó. Biden og bandarískir embættismenn benda á að tilkynnt hafi verið um fjármögnun framkvæmdanna í júní, en að fé hafi verið veitt til þeirra á fjárlagaárinu 2019, á þeim tíma til Donald Trump var forseti. Um er að ræða framkvæmdir á um 32 kílómetra kafla í Starr-sýslu, strjálbýlu landsvæði í Rio Grande-dalnum. Biden fullyrti árið 2020 að hann myndi ekki láta byggja eitt fet af nýjum landamæramúr, yrði hann kjörinn forseti. Þingmenn Demókrata, þau Henry Cuellar og Alexandria Ocasio-Cortez, eru í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa þau hvatt samflokksmann sinn, Biden forseta, til að snúa við málinu. Segja þau nauðsynlegt að líta frekar á rót vandans þegar kæmi að fólksflutningunum. Þessi „fjórtándu aldar lausn“, að reisa múr, væri ekki leið til að leysa 21. aldar vandamál. Repúblikanar hafa sömuleiðis gagnrýnt forsetann fyrir að það sem þeir telja algeran viðsnúning þegar kemur að málum sem hann barðist fyrir í kosningabaráttunni, en Biden barðist þar harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Forsetinn segir að hann „geti ekki“ stöðvað framkvæmdirnar þar sem fjármögnun þeirra hafi verið samþykkt árið 2019. Fulltrúar ráðuneytis heimavarnamála segja knýjandi þörf fyrir landamæramúrinn, en rúmlega 2,2 milljónir manna sem hafa reynt að smygla sér inn í Bandaríkin hafa verið handteknir það sem af er ári. Í frétt BBC segir að Biden sæti sífellt meiri gagnrýni vegna síhækkandi fjölda farandfólks í stórborgum á borð við New York. Er hann sagður hafa sofið á verðinum vegna stöðunnar á landamærunum að Mexíkó. Biden og bandarískir embættismenn benda á að tilkynnt hafi verið um fjármögnun framkvæmdanna í júní, en að fé hafi verið veitt til þeirra á fjárlagaárinu 2019, á þeim tíma til Donald Trump var forseti. Um er að ræða framkvæmdir á um 32 kílómetra kafla í Starr-sýslu, strjálbýlu landsvæði í Rio Grande-dalnum. Biden fullyrti árið 2020 að hann myndi ekki láta byggja eitt fet af nýjum landamæramúr, yrði hann kjörinn forseti. Þingmenn Demókrata, þau Henry Cuellar og Alexandria Ocasio-Cortez, eru í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa þau hvatt samflokksmann sinn, Biden forseta, til að snúa við málinu. Segja þau nauðsynlegt að líta frekar á rót vandans þegar kæmi að fólksflutningunum. Þessi „fjórtándu aldar lausn“, að reisa múr, væri ekki leið til að leysa 21. aldar vandamál. Repúblikanar hafa sömuleiðis gagnrýnt forsetann fyrir að það sem þeir telja algeran viðsnúning þegar kemur að málum sem hann barðist fyrir í kosningabaráttunni, en Biden barðist þar harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira