Fótbolti

Fær­eyingarnir héldu Hákoni og Lil­le í skefjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KÍ Klaksvík er komið á blað í Evrópu.
KÍ Klaksvík er komið á blað í Evrópu. @KI_Klaksvik

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið sótti KÍ Klaksvík frá Færeyjum heim í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Evrópuævintýri KÍ hefur verið fréttamatur undanfarnar vikur og mánuði enda árangur liðsins líkt og í ævintýri. Liðið er í fyrsta sinn komið í riðlakeppni og lék sinn fyrsta heimaleik í kvöld.

Segja má að KÍ hafi lagt rútunni margfræga og það borgaði sig. Liðið var aðeins 33 prósent með boltann og skapaði sér bókstaflega ekki færi allan leikinn. Gestirnir frá Frakklandi voru meira með boltann og sköpuðu sér örlítið fleiri færi en það skipti engu máli í kvöld. Hákon Arnar spilaði allan leikinn.

Lokatölur 0-0 og KÍ komið á blað. Staðan í A-riðli Sambandsdeildar er þannig að Slovan Bratislava er á toppnum með sex stig eftir 1-0 sigur á Olimpija Ljubljana í kvöld. Lille er með fjögur stig, KÍ er með eitt stig á meðan O. Ljubljana rekur lestina án stiga.

Önnur úrslit

  • FC Astana 1-2 Plzen
  • Besiktas 2-3 Lugano
  • Bodø/Glimt 0-1 Club Brugge
  • FC Ballkani 2-0 Dinamo Zagreb
  • Gent 2-0 Maccabi Tel Aviv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×