Meistaradeildarmörkin: Stjörnur PSG fengu skell og City hnyklaði vöðvana Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 10:00 Frakklandsmeistararnir réðu ekkert við funheita leikmenn Newcastle sem buðu upp á sýningu í endurkomu Meistaradeildarinnar á St. James' Park Vísir/Getty Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í þeim átta leikjum sem voru á dagskrá 2. umferðar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Newcastle bauð upp á sýningu gegn PSG í fyrsta Meistaradeildarleiknum á St. James' Park í fleiri fleiri ár. Evrópumeistararnir gerðu góða ferð til Þýskalands og Shakhtar átti frábæra endurkomu í Belgíu. Í E-riðli tók spænska liðið Atletico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Leikar stóðu 2-2 í hálfleik en mark frá Alvaro Morata í upphafi síðari hálfleik tryggði Atletico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna. Klippa: Fimm marka thriller í Madríd Skotlandsmeistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furuhashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafnmikið og topplið riðilsins Atletico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins. Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana Í F-riðli fór fram steindauður leikur Borussia Dortmund frá Þýskalandi við AC Milan. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögn meiri spenna var fyrir viðureign Newcastle United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endurkomu Meistaradeildar Evrópu til Newcastleborgar og skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru á kostum í leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Newcastle en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Almiron, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakklandsmeistarana en nær komust þeir ekki. Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG Newcastle er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dortmund þar á eftir með tvö stig og eitt stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýskalands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti. Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi Í sama riðli gerðu Crvena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafntefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu Shakhtar Donetsk vann magnaðan endurkomusigur á útivelli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik sneru Úkraínumennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk vítaspyrnu á lokamínútu uppbótatímans en Toby Alderweireld, leikmanni liðsins brást bogalistin á punktinum. Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á útivelli. Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shakhtar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga. Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Í E-riðli tók spænska liðið Atletico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Leikar stóðu 2-2 í hálfleik en mark frá Alvaro Morata í upphafi síðari hálfleik tryggði Atletico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna. Klippa: Fimm marka thriller í Madríd Skotlandsmeistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furuhashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafnmikið og topplið riðilsins Atletico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins. Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana Í F-riðli fór fram steindauður leikur Borussia Dortmund frá Þýskalandi við AC Milan. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögn meiri spenna var fyrir viðureign Newcastle United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endurkomu Meistaradeildar Evrópu til Newcastleborgar og skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru á kostum í leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Newcastle en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Almiron, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakklandsmeistarana en nær komust þeir ekki. Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG Newcastle er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dortmund þar á eftir með tvö stig og eitt stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýskalands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti. Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi Í sama riðli gerðu Crvena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafntefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu Shakhtar Donetsk vann magnaðan endurkomusigur á útivelli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik sneru Úkraínumennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk vítaspyrnu á lokamínútu uppbótatímans en Toby Alderweireld, leikmanni liðsins brást bogalistin á punktinum. Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á útivelli. Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shakhtar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga. Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira