Erlent

Fimm særðir eftir skot­á­rás við heima­vist í Baltimor­e

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svæðinu var lokað og fólki sagt að halda sig fjarri.
Svæðinu var lokað og fólki sagt að halda sig fjarri. AP/Julia Nikhinson

Að minnsta kosti fimm særðust í skotárás við Morgan State University í Baltimore í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Særðu, sem eru á aldrinum 18 til 22 ára, eru ekki í lífshættu.

Fregnir bárust fyrst af árásinni á meðan hún stóð enn yfir og var svæðinu lokað í nokkrar klukkustundir, fólki sagt að leita skjóls þar sem það var og að leggja ekki leið sína að svæðinu. 

Samkvæmt erlendum miðlum virðist árásin hafa átt sér stað við heimavist á skólasvæðinu.

Borgarfulltrúinn Ryan Dorsey sagði á X/Twitter að talið væri að þrír einstaklingar hefðu skotið inn í hóp fólks. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla leitar enn árásarmannsins eða -mannanna.

Að sögn lögreglu var fjöldi rúða á svæðinu brotinn.

Fjöldi viðburða voru á dagskrá skólans fyrir vikuna og stóð meðal annars til að krýna Herra og Fröken Morgan State í gærkvöldi, í listamiðstöð sem varð meðal þeirra svæða sem fólki var sagt að forðast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×