Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2023 12:11 Einar var í þjálfarateymi Víkings þegar Víkingur vann FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á Laugardalsvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. Foreldrahegðun á íþróttamótum barna hér á landi var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og kalla oft á börnin. Einar Guðnason hefur áralanga reynslu af knattspyrnuþjálfun barna en hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er núna búsettur í Örebro. Einar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi muninn á hegðun foreldra á íþróttamótum í Svíþjóð og á Íslandi. Einar segir sænsku foreldrana mun rólegri en þá íslensku. „Þegar kemur að leikdegi hjá börnum þá haga þeir sér töluvert betur svona á hliðarlínunni. Þá er ég aðallega að tala um foreldrana. Því að það skiptir í rauninni ekki máli hvað er dæmt og hversu rangt það er, það segir enginn orð. Það sitja bara allir á tjaldstólum eða á piknikteppi og klappa bara eins og í leikhúsi sama hvað gengur á.“ Hann hafi rætt þennan mun við aðra þjálfara í Svíþjóð og fengið þær upplýsingar að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Hann hafi þó ekki fengið skýringar á því hvað Svíar hafi nákvæmlega gert til að breyta menningunni í kringum íþróttamótin. Hann segir þó reynt eftir fremsta megni að minna foreldra í Svíþjóð á að hegða sér vel. „Við hvern einasta völl sem þú kemur á er svona upplýsingaskilti þar sem er sagt bara þú ert að horfa á börn spila fótbolta. Látið dómarann vera og svona allskonar minnispunktar.“ Fram kom í þættinum í gær að þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Brot úr fyrsta þætti Hliðarlínunnar má sjá að neðan. Einar segir dómarana oft á tíðum unga líka í Svíþjóð en þar detti engum í hug að öskra á þá. „Á Íslandi þegar maður hefur séð fjórtán fimmtán ára krakka dæma þá eru kannski einhverjir fullorðnir einstaklingar að láta þá heyra það sem er fáránlegt.“ Þá þurfi oft lítið til að mikill æsingur myndist í foreldrahópnum. „Það þarf oft bara einhvern einn eða tvo til þess að byrja æsinginn til þess að hinir sogist inn í það.“ Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 „Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Foreldrahegðun á íþróttamótum barna hér á landi var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og kalla oft á börnin. Einar Guðnason hefur áralanga reynslu af knattspyrnuþjálfun barna en hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er núna búsettur í Örebro. Einar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi muninn á hegðun foreldra á íþróttamótum í Svíþjóð og á Íslandi. Einar segir sænsku foreldrana mun rólegri en þá íslensku. „Þegar kemur að leikdegi hjá börnum þá haga þeir sér töluvert betur svona á hliðarlínunni. Þá er ég aðallega að tala um foreldrana. Því að það skiptir í rauninni ekki máli hvað er dæmt og hversu rangt það er, það segir enginn orð. Það sitja bara allir á tjaldstólum eða á piknikteppi og klappa bara eins og í leikhúsi sama hvað gengur á.“ Hann hafi rætt þennan mun við aðra þjálfara í Svíþjóð og fengið þær upplýsingar að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Hann hafi þó ekki fengið skýringar á því hvað Svíar hafi nákvæmlega gert til að breyta menningunni í kringum íþróttamótin. Hann segir þó reynt eftir fremsta megni að minna foreldra í Svíþjóð á að hegða sér vel. „Við hvern einasta völl sem þú kemur á er svona upplýsingaskilti þar sem er sagt bara þú ert að horfa á börn spila fótbolta. Látið dómarann vera og svona allskonar minnispunktar.“ Fram kom í þættinum í gær að þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Brot úr fyrsta þætti Hliðarlínunnar má sjá að neðan. Einar segir dómarana oft á tíðum unga líka í Svíþjóð en þar detti engum í hug að öskra á þá. „Á Íslandi þegar maður hefur séð fjórtán fimmtán ára krakka dæma þá eru kannski einhverjir fullorðnir einstaklingar að láta þá heyra það sem er fáránlegt.“ Þá þurfi oft lítið til að mikill æsingur myndist í foreldrahópnum. „Það þarf oft bara einhvern einn eða tvo til þess að byrja æsinginn til þess að hinir sogist inn í það.“
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 „Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
„Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31