Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2023 12:15 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. „Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
„Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.
Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira