Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2023 12:15 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. „Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.
Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent