Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2023 12:15 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. „Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.
Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira