Beta hættir hjá Kristianstad eftir nærri fimmtán ár í starfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 17:23 Elísabet Gunnarsdóttir mun ekki stýra Kristianstad á næstu leiktíð. Twitter@_OBOSDamallsv Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, nær alltaf kölluð Beta, mun láta af störfum sem þjálfari sænska efstu deildarliðsins Kristianstad þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Hún hefur starfað fyrir félagið undanfarin 15 ár eða svo. Félagið gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin og að núverandi tímabil sé það síðasta sem Elísabet stýrir liðinu. Eftir að gera góða hluti með Val hér á landi hélt Elísabet til Svíþjóðar í janúar árið 2009. Hefur hún allar götur síðan stýrt Kristianstad og gert magnaða hluti með liðið. Félagið hefur undanfarin ár verið mikið Íslendingalið en leikmenn á borð við Sif Atladóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Amöndu Andradóttur hafa spilað með félaginu. „Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu,“ sagði Elísabet á vef félagsins. Efter en tids funderande och diskussioner står det nu klart att Elisabet "Beta" Gunnarsdottirs tid i KDFF närmar sig sitt slut och att vårt representationslag kommer ledas av annan huvudtränare nästa år. Läs hela texten på https://t.co/Pnxy6O0ciR eller på vår instagram. pic.twitter.com/gvlPIJTRvI— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 2, 2023 Elísabet segist hafa verið heppin undanfarin 15 ár. „Ég fékk tækifæri til að mæta í vinnuna á hverjum degi undanfarin fimmtán ár með fólki sem ég get kallað vini mína svo lengi sem ég lifi. Við höfum öll notið þess, bæði í mótlæti sem og velgengni.“ „Þó komið sé að endalokum hjá mér sem þjálfara liðsins þá lýkur ekki sambandi mínu við félagið, það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ „Við erum hins vegar ekki búin enn, við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og það eru enn 15 stig í pottinum. Við þurfum stuðning bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaun, það er vel mögulegt.“ Beta fundaði með Knattspyrnusambandi Íslands þegar sambandið leitaði að A-landsliðsþjálfara kvenna árið 2021. Á endanum gekk það ekki upp þar sem hún var samningsbundin Kristianstad. Tók Þorsteinn Halldórsson við þjálfun liðsins og er samningsbundinn til ársins 2026. Sem stendur er Kristianstad í 6. sæti sænsku efstu deildar með 39 stig, sex stigum minna en Linköping. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Félagið gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin og að núverandi tímabil sé það síðasta sem Elísabet stýrir liðinu. Eftir að gera góða hluti með Val hér á landi hélt Elísabet til Svíþjóðar í janúar árið 2009. Hefur hún allar götur síðan stýrt Kristianstad og gert magnaða hluti með liðið. Félagið hefur undanfarin ár verið mikið Íslendingalið en leikmenn á borð við Sif Atladóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Amöndu Andradóttur hafa spilað með félaginu. „Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu,“ sagði Elísabet á vef félagsins. Efter en tids funderande och diskussioner står det nu klart att Elisabet "Beta" Gunnarsdottirs tid i KDFF närmar sig sitt slut och att vårt representationslag kommer ledas av annan huvudtränare nästa år. Läs hela texten på https://t.co/Pnxy6O0ciR eller på vår instagram. pic.twitter.com/gvlPIJTRvI— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 2, 2023 Elísabet segist hafa verið heppin undanfarin 15 ár. „Ég fékk tækifæri til að mæta í vinnuna á hverjum degi undanfarin fimmtán ár með fólki sem ég get kallað vini mína svo lengi sem ég lifi. Við höfum öll notið þess, bæði í mótlæti sem og velgengni.“ „Þó komið sé að endalokum hjá mér sem þjálfara liðsins þá lýkur ekki sambandi mínu við félagið, það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ „Við erum hins vegar ekki búin enn, við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og það eru enn 15 stig í pottinum. Við þurfum stuðning bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaun, það er vel mögulegt.“ Beta fundaði með Knattspyrnusambandi Íslands þegar sambandið leitaði að A-landsliðsþjálfara kvenna árið 2021. Á endanum gekk það ekki upp þar sem hún var samningsbundin Kristianstad. Tók Þorsteinn Halldórsson við þjálfun liðsins og er samningsbundinn til ársins 2026. Sem stendur er Kristianstad í 6. sæti sænsku efstu deildar með 39 stig, sex stigum minna en Linköping.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira