Beta hættir hjá Kristianstad eftir nærri fimmtán ár í starfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 17:23 Elísabet Gunnarsdóttir mun ekki stýra Kristianstad á næstu leiktíð. Twitter@_OBOSDamallsv Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, nær alltaf kölluð Beta, mun láta af störfum sem þjálfari sænska efstu deildarliðsins Kristianstad þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Hún hefur starfað fyrir félagið undanfarin 15 ár eða svo. Félagið gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin og að núverandi tímabil sé það síðasta sem Elísabet stýrir liðinu. Eftir að gera góða hluti með Val hér á landi hélt Elísabet til Svíþjóðar í janúar árið 2009. Hefur hún allar götur síðan stýrt Kristianstad og gert magnaða hluti með liðið. Félagið hefur undanfarin ár verið mikið Íslendingalið en leikmenn á borð við Sif Atladóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Amöndu Andradóttur hafa spilað með félaginu. „Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu,“ sagði Elísabet á vef félagsins. Efter en tids funderande och diskussioner står det nu klart att Elisabet "Beta" Gunnarsdottirs tid i KDFF närmar sig sitt slut och att vårt representationslag kommer ledas av annan huvudtränare nästa år. Läs hela texten på https://t.co/Pnxy6O0ciR eller på vår instagram. pic.twitter.com/gvlPIJTRvI— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 2, 2023 Elísabet segist hafa verið heppin undanfarin 15 ár. „Ég fékk tækifæri til að mæta í vinnuna á hverjum degi undanfarin fimmtán ár með fólki sem ég get kallað vini mína svo lengi sem ég lifi. Við höfum öll notið þess, bæði í mótlæti sem og velgengni.“ „Þó komið sé að endalokum hjá mér sem þjálfara liðsins þá lýkur ekki sambandi mínu við félagið, það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ „Við erum hins vegar ekki búin enn, við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og það eru enn 15 stig í pottinum. Við þurfum stuðning bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaun, það er vel mögulegt.“ Beta fundaði með Knattspyrnusambandi Íslands þegar sambandið leitaði að A-landsliðsþjálfara kvenna árið 2021. Á endanum gekk það ekki upp þar sem hún var samningsbundin Kristianstad. Tók Þorsteinn Halldórsson við þjálfun liðsins og er samningsbundinn til ársins 2026. Sem stendur er Kristianstad í 6. sæti sænsku efstu deildar með 39 stig, sex stigum minna en Linköping. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Sjá meira
Félagið gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin og að núverandi tímabil sé það síðasta sem Elísabet stýrir liðinu. Eftir að gera góða hluti með Val hér á landi hélt Elísabet til Svíþjóðar í janúar árið 2009. Hefur hún allar götur síðan stýrt Kristianstad og gert magnaða hluti með liðið. Félagið hefur undanfarin ár verið mikið Íslendingalið en leikmenn á borð við Sif Atladóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Amöndu Andradóttur hafa spilað með félaginu. „Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu,“ sagði Elísabet á vef félagsins. Efter en tids funderande och diskussioner står det nu klart att Elisabet "Beta" Gunnarsdottirs tid i KDFF närmar sig sitt slut och att vårt representationslag kommer ledas av annan huvudtränare nästa år. Läs hela texten på https://t.co/Pnxy6O0ciR eller på vår instagram. pic.twitter.com/gvlPIJTRvI— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 2, 2023 Elísabet segist hafa verið heppin undanfarin 15 ár. „Ég fékk tækifæri til að mæta í vinnuna á hverjum degi undanfarin fimmtán ár með fólki sem ég get kallað vini mína svo lengi sem ég lifi. Við höfum öll notið þess, bæði í mótlæti sem og velgengni.“ „Þó komið sé að endalokum hjá mér sem þjálfara liðsins þá lýkur ekki sambandi mínu við félagið, það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ „Við erum hins vegar ekki búin enn, við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og það eru enn 15 stig í pottinum. Við þurfum stuðning bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaun, það er vel mögulegt.“ Beta fundaði með Knattspyrnusambandi Íslands þegar sambandið leitaði að A-landsliðsþjálfara kvenna árið 2021. Á endanum gekk það ekki upp þar sem hún var samningsbundin Kristianstad. Tók Þorsteinn Halldórsson við þjálfun liðsins og er samningsbundinn til ársins 2026. Sem stendur er Kristianstad í 6. sæti sænsku efstu deildar með 39 stig, sex stigum minna en Linköping.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Sjá meira