Innlent

Húsa­víkur­flugi haldið á­fram í tvo mánuði í við­bót

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Flogið verður áfram á milli Reykjavíkur og Húsavíkur í október og nóvember.
Flogið verður áfram á milli Reykjavíkur og Húsavíkur í október og nóvember. Flugfélagið Ernir

Flug­fé­lagið Ernir mun halda á­fram með á­ætlunar­flug á milli Reykja­víkur og Húsa­víkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan fram­tíðar­fyrir­komu­lag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir við­ræður Vega­gerðarinnar og flug­fé­lagsins.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Vega­gerðinni annars vegar og í til­kynningu frá Norður­þingi hins vegar. Áður hafði Ernir á­ætlað að hætta flugi á Húsa­víkur­flug­völl um mánaðar­mótin, en tap hefur verið á flug­leiðinni um nokkurt skeið.

Farið verður yfir fram­tíðar­fyrir­komu­lag

„Flug­fé­lagið hefur haldið uppi flugi til Húsa­víkur sjö sinnum í viku án þess að það hafi verið styrkt. Nú hefur ríkið tekið á­kvörðun um að styrkja fimm ferðir til Húsa­víkur í októ­ber og nóvember meðan farið er yfir fram­tíðar­fyrir­komu­lag flugsins,“ segir í til­kynningu Vega­gerðarinnar.

Segir þar enn fremur að á meðan verði fram­tíðar­fyrir­komu­lag þeirra mála skoðað. Í til­kynningu frá sveitar­stjórn Norður­þings segir að sam­göngu­ráðu­neytið, Vega­gerðin og Flug­fé­lagið Ernir hafi unnið mjög vel með sveitar­fé­lögunum í þessu máli.

„Málinu er samt hvergi lokið og er nauð­syn­legt að skoða al­menning­sam­göngur á svæðinu til fram­tíðar. Þeirri vinnu verður haldið á­fram næstu vikur.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×