„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 19:16 Gunnar H. Jónasson starfar í Kjötborg. Vísir/Steingrímur Dúi Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. Ný gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tók gildi í dag. Í fyrsta sinn þarf að greiða í stæði á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin. Ekki eru allir sáttir við nýju gjaldskrána. Klippa: Ósáttir við hækkun Uppfærða gjaldskráin snýr að mestu leyti að gjaldsvæðum P1 og P2 sem sjá má hér á kortinu. Gjaldskyldutíminn þar hefur verið lengdur til klukkan níu á kvöldin og þá þarf að greiða í stæðin á sunnudögum. Einnig hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á tímann. Gjaldskylda á svæði P3 fellur niður á laugardögum en engar breytingar eru gerðar á svæði P4. Í fréttinni hér fyrir neðan má lesa nánar um breytingarnar. Skref í vitlausa átt Verslunin Kjötborg er staðsett á Ásvallagötu sem er á gjaldsvæði P2. hún rekin af bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum. Þeir hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að greiða í stæði við verslunina og er það nú enn dýrara fyrir þá að mæta í vinnuna. „Við erum mjög ósáttir við að hafa himinhá fasteignagjöld í rekstrinum og hafa ekki einu sinni bílastæði. Kristján er eigandi húsnæðisins og ég get fengið að leigja stæði af fólki sem vill ekki eiga bíl. En þá þarf ég að færa lögheimilið til þeirra,“ segir Gunnar. Verslunin Kjötborg er staðsett við Ásvallagötu.Vísir/Steingrímur Dúi Bræðurnir þurfa mikið að notast við bíla sína í vinnunni til að ná í vörur og annað. „Við reynum að borga til að sleppa við sektirnar. Við erum búnir að borga nokkrum sinnum sekt. Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni,“ segir Gunnar. Vilja íbúakort Þeir vilja fá að leggja við verslunina án þess að þurfa að greiða fyrir það. „Okkur fyndist eðlilegt ef við fengjum þessi íbúakort eins og aðrir. Þó við værum ekki íbúar því maður má víst ekki búa á vinnustaðnum sínum. Okkur finnst það óeðlilegt,“ segir Gunnar. Reykjavík Bílastæði Verslun Borgarstjórn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Ný gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tók gildi í dag. Í fyrsta sinn þarf að greiða í stæði á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin. Ekki eru allir sáttir við nýju gjaldskrána. Klippa: Ósáttir við hækkun Uppfærða gjaldskráin snýr að mestu leyti að gjaldsvæðum P1 og P2 sem sjá má hér á kortinu. Gjaldskyldutíminn þar hefur verið lengdur til klukkan níu á kvöldin og þá þarf að greiða í stæðin á sunnudögum. Einnig hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á tímann. Gjaldskylda á svæði P3 fellur niður á laugardögum en engar breytingar eru gerðar á svæði P4. Í fréttinni hér fyrir neðan má lesa nánar um breytingarnar. Skref í vitlausa átt Verslunin Kjötborg er staðsett á Ásvallagötu sem er á gjaldsvæði P2. hún rekin af bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum. Þeir hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að greiða í stæði við verslunina og er það nú enn dýrara fyrir þá að mæta í vinnuna. „Við erum mjög ósáttir við að hafa himinhá fasteignagjöld í rekstrinum og hafa ekki einu sinni bílastæði. Kristján er eigandi húsnæðisins og ég get fengið að leigja stæði af fólki sem vill ekki eiga bíl. En þá þarf ég að færa lögheimilið til þeirra,“ segir Gunnar. Verslunin Kjötborg er staðsett við Ásvallagötu.Vísir/Steingrímur Dúi Bræðurnir þurfa mikið að notast við bíla sína í vinnunni til að ná í vörur og annað. „Við reynum að borga til að sleppa við sektirnar. Við erum búnir að borga nokkrum sinnum sekt. Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni,“ segir Gunnar. Vilja íbúakort Þeir vilja fá að leggja við verslunina án þess að þurfa að greiða fyrir það. „Okkur fyndist eðlilegt ef við fengjum þessi íbúakort eins og aðrir. Þó við værum ekki íbúar því maður má víst ekki búa á vinnustaðnum sínum. Okkur finnst það óeðlilegt,“ segir Gunnar.
Reykjavík Bílastæði Verslun Borgarstjórn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira