Fótbolti

Leikur flautaður af vegna lífshættulegra meiðsla

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Etienne Vaessen, markvörður RKC, varð fyrir alvarlegum meiðslum.
Etienne Vaessen, markvörður RKC, varð fyrir alvarlegum meiðslum.

Leikur RKC Waalwijk og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni hefur verið flautaður af á 85. mínútu eftir að Etienne Vaessen meiddist á hálsi. 

Engar frekari upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu en ljóst er að meiðslin hafa verið alvarleg. Hlé var lengi gert á leiknum áður en dómarinn tók þá ákvörðun í samráði við liðin að leikurinn yrði flautaður af. 

Atvikið átti sér stað þegar framherji Ajax, Brian Brobbey og markvörður RKC, Etienne Vaassenn skullu saman í kapphlaupi að boltanum. Markvörðurinn fékk slæmt högg á sig og óttast er að hann sé hálsbrotinn. 

Leikmenn voru með tárin í augum þegar hann fékk aðhlynningu og var á endanum borinn af velli. 

Staðan var 3-2 fyrir Ajax og aðeins örfáar mínútur eftir, ákvörðun verður væntanlega tekin eftir helgi um framhaldið en líklegast þykir að leikurinn verði endurtekinn frá byrjun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×