Davíð Smári: Ætla að fá að njóta mómentsins í kvöld bara Hjörvar Ólafsson skrifar 30. september 2023 20:10 Vestri leikur í efstu deild á næsta keppnistímabili. Mynd/KSÍ Davíð Smári Lamude var að vonum stoltur og hrærður þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að ljóst var að lærisveinar hans hjá Vestra hefðu tryggt sér sæti í efstu deild með dramatísku sigri gegn Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í deild þeirra bestu. „Ég er bara orðlaus í raun en fyrst og fremst er ég bara ofboðslega stoltur þessa stundina. Ég er ekki síst stoltur af þeim stuðningsmönnum sem mættu hér í kvöld og studdu okkur frábærlega. Það var ekki að sjá að það væru 400 kílómetrar á völlinn á þessum leik,“ sagði Davíð Smári aðspurður um hvernig honum væri innanbrjósts. „Ég efaðist aldrei um það að við gætum farið upp þrátt fyrir að við færum rólega af stað í deildinni. Við vorum inni í öllum leikjum og það vantaði lítið upp á að stigin færu að koma í hús. Það sem skipti jafn miklu leikmenn að leikmenn höfðu ávallt trú,“ sagði Davíð Smári um tímabilið sem var að ljúka. „Mér fannst við stýra leiknum í venjulegum leiktíma en misstum aðeins tökin í fyrri hluta framlengingarinnar. Þeir ógnuðu aldrei markinu okkar og við vorum meira með boltann. Markið var ofboðslega flott, bæði sendingin og svo slúttið,“ sagði þjálfarinn um leikinn. Davíð Smári á hliðarlínunni í leik dagsinsHafliði Breiðfjörð Davíð Smári hefur nú farið upp með lið úr fimm efstu deildum deildarkeppninnar: „Ég þurfti þrjár atrennur til þess að fara upp úr næstefstu deild þannig að ætli ég verði ekki að segja að það hafi verið erfiðast að fara upp úr henni,“ sagði hann léttur. „Ég ætla bara að njóta mómentsins núna og leyfa mér bara að vera í núinu í kvöld og næstu daga. Svo förum við að skipuleggja næsta tímabil og það að leika í efstu deild,“ sagði Davíð hrærður um upplifun sína af kvöldinu og framhaldið. Lengjudeild karla Vestri Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Ég er bara orðlaus í raun en fyrst og fremst er ég bara ofboðslega stoltur þessa stundina. Ég er ekki síst stoltur af þeim stuðningsmönnum sem mættu hér í kvöld og studdu okkur frábærlega. Það var ekki að sjá að það væru 400 kílómetrar á völlinn á þessum leik,“ sagði Davíð Smári aðspurður um hvernig honum væri innanbrjósts. „Ég efaðist aldrei um það að við gætum farið upp þrátt fyrir að við færum rólega af stað í deildinni. Við vorum inni í öllum leikjum og það vantaði lítið upp á að stigin færu að koma í hús. Það sem skipti jafn miklu leikmenn að leikmenn höfðu ávallt trú,“ sagði Davíð Smári um tímabilið sem var að ljúka. „Mér fannst við stýra leiknum í venjulegum leiktíma en misstum aðeins tökin í fyrri hluta framlengingarinnar. Þeir ógnuðu aldrei markinu okkar og við vorum meira með boltann. Markið var ofboðslega flott, bæði sendingin og svo slúttið,“ sagði þjálfarinn um leikinn. Davíð Smári á hliðarlínunni í leik dagsinsHafliði Breiðfjörð Davíð Smári hefur nú farið upp með lið úr fimm efstu deildum deildarkeppninnar: „Ég þurfti þrjár atrennur til þess að fara upp úr næstefstu deild þannig að ætli ég verði ekki að segja að það hafi verið erfiðast að fara upp úr henni,“ sagði hann léttur. „Ég ætla bara að njóta mómentsins núna og leyfa mér bara að vera í núinu í kvöld og næstu daga. Svo förum við að skipuleggja næsta tímabil og það að leika í efstu deild,“ sagði Davíð hrærður um upplifun sína af kvöldinu og framhaldið.
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira