Innlent

Skorar á for­stjórann að endur­skoða fjölda­upp­sögn

Árni Sæberg skrifar
Geir Sveinsson er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Geir Sveinsson er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Aðsend

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir tíðindi af uppsögnum starfsfólks Grundar og dvalarheimilisins Áss í Hveragerði sorgleg. Hann hefur óskað eftir fundi með forstjóra Grundar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sendi í gær „að mjög svo gefnu tilefni.“

„Í ljósi atburða gærdagsins og þeirra sorglegu frétta af fjöldauppsögnum starfsfólks Grundarheimilanna, vill Hveragerðisbær koma því á framfæri að bærinn harmar mjög þessar uppsagnir og skorum við á forsvarsmenn Grundarheimilanna að endurskoða þær,“ segir í tilkynningu.

Þá hafi Geir óskað eftir fundi með Karli Óttari Einarssyni, forstjóra Grundar þar sem farið verði yfir málið og það sem hann segir ömurleg tíðindi. 


Tengdar fréttir

Segir ræstinga­konum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórn­endur Grundar­heimila til þess að hætta við á­kvörðun sína um að segja upp 33 starfs­mönnum í ræstingum og í þvotta­húsi.

33 starfs­mönnum Grundar­heimila verði sagt upp

Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfs­fólki á Þvotta­húsi Grundar­heimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstinga­deild í Ási, hjúkrunar-og dvalar­heimili í Hvera­gerði. Þá verða breytingar á sex störfum til við­bótar, ýmist með upp­sögnum eða þau lögð niður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×