Innlent

Svona var kveðju­stund Guð­bergs í Hörpu

Kolbeinn Tumi Daðason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Lík Guðbergs er í rauðri Ferrari kistu.
Lík Guðbergs er í rauðri Ferrari kistu. vísir/Vilhelm

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg.

„Þetta er ekkert venjulegur viðburður, þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður. Við erum með Hörpuna út af fyrir okkur. Þarna verðum við með landslið listamanna með okkur, tónlistarfólk, rithöfunda og alla bestu vini okkar. Þarna verður Bubbi Morthens vinur okkar með sturlað atriði sem enginn hefur séð áður. Þá er Bubbi að búa til nýtt lag fyrir okkur,“ sagði Guðni Þorbjörnsson, sambýlismaður Guðbergs fyrir athöfnina.

Athöfnina í heild sinni má sjá hér að neðan. 

Athöfnin var sett upp sem „hinsta listaverk“ Guðbergs, að sögn Guðna. Séra Sigfinnur Þorleifsson stýrði kveðjustundinni og auk áðurnefnds Bubba Morthens komu meðal annarra fram Ragnar Jónasson, Steinunn Sigurðardóttir og Jóhann Páll Valdimarsson. 

Bubbi Morthens fór með ræðu og söng lagið Ísbjarnarblús. 

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tók til máls. Hann ræddi skáldskapinn og sagði sögur af Guðbergi. 

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri fór með ræðu. Hún ræddi kvikmyndina Svaninn, sem er byggð á samnefndri bók Guðbergs. 

Í ræðunni sinni talaði Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi um samstarf sitt með Guðbergi. 

Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur tók einnig til máls og minntist Guðbergs. 

Myndir frá athöfninni má sjá hér að neðan. 

Guðni Þorbjörnsson sambýlismaður Guðbergs kveður. Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Mynd af Guðbergi speglast í ferrari-rauðri kistu hans. Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs.

Guð­bergur Bergs­son er látinn

Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×