Erlent

Um það bil 40 prósent fá ekki greiningu og helmingur fær ekki meðferð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Margir samverkandi þættir valda því að fólk víða um heim er ekki greint með sykursýki.
Margir samverkandi þættir valda því að fólk víða um heim er ekki greint með sykursýki. Getty

Um það bil 40 prósent einstaklinga með sykursýki fá ekki greiningu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Hlutfallið er misjafnt eftir svæðum, til að mynda 60 prósent í Afríku, 57 prósent í Asíu og 56 prósent á Kyrrahafssvæðinu.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar fær um helmingur þeirra sem greinist ekki viðeigandi meðferð. Þrír af hverjum fjórum í þessum hópi býr í fátækari ríkjum heims þar sem heilbrigðisþjónusta er ekki endilega aðgengileg.

Að sögn Sasha Korogodski, sem fór fyrir rannsókninni, sérhæfa um það bil 530 fyrirtæki sig í sykursýkisgreiningum í heiminum en af þeim er aðeins 33 að finna í Afríku, suðaustur Asíu og í vesturhluta Kyrrahafssvæðisins.

Korogodski segir vangreiningarnar mega rekja til skorts á innviðum, heilbrigðisstarfsfólki og greiningatækjum. Rannsakendurnir segja aðgerða sé þörf til að bæta þjónustu við sykursjúka á heimsvísu.

Áætlað er að um 7 milljónir manna hafi látist af völdum sykursýki árið 2021, þrátt fyrir að 970 milljörðum Bandaríkjadala hafi verið varið í meðferð sjúkdómsins á sama tíma. Af fyrirtækjunum sem framleiða lyf gegn sykursýki eru 55 prósent í Bandaríkjunum og 17 prósent í Evrópu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×