Fótbolti

Albert kom Genoa á bragðið í stórsigri gegn Roma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson var á skotskónum í kvöld.
Albert Guðmundsson var á skotskónum í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images

Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins er Genoa vann öruggan 4-1 sigur gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Albert kom Genoa yfir strax á fimmtu mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna, en Bryan Cristante jafnaði metin fyrir Rómverja á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Leonardo Spinazzola.

Mateo Retegui kom heimamönnum þó yfir á ný með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik og Genoa fór því með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið.

Morten Thorsby skoraði svo þriðja mark Genoa á 74. mínútu áður en Junior Messias innsiglaði 4-1 sigur liðsins sjö mínútum síðar.

Eftir sigurinn eru Albert og félagar með sjö stig í ellefta sæti deildarinnar að sex umferðum loknum, en Roma situr hins vegar í 16. sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×