Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður opnað á morgun. Ráðherrum greinir á um hvort úrræðið sé skynsamlegt en hjálparsamtök lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. Drífa Snædal talskona Stígamóta kemur í settið og fer yfir málið.
Heilbrigðisráðherra ætlar að setja reglur um notkun fylliefna á Íslandi. Við ræðum við ráðherra sem vonar að málið vinnist hratt og að notkunin verði á þessu ári háð skýrum takmörkunum.
Á fjórða tug starfsmanna Grundarheimilanna hefur verið sagt upp störfum. Við ræðum við formann Eflingar í beinni sem hefur gagnrýnt aðgerðina harðlega. Þá heyrum við í grunnskólanemum sem kjósa að sneiða hjá kjöti og verðum í beinni frá tómri Laugardalslaug þar sem framkvæmdir eru fram undan.
Og í Íslandi í dag fjallar Kristín Ólafsdóttir um sviplegt andlát afgreiðslumanns í Krónunni, sem hafði mikil áhrif á viðskiptavin búðarinnar og heimsækjum sólargeisla sem unnið hefur á kassanum í Bónus í tólf ár.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.