Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Sak­borningar lýsa ringul­reið á Banka­stræti Club þegar hópurinn ruddist inn á staðinn og réðist þar á þrjá menn. Fjöl­miðla­banni var af­létt eftir að skýrslu­tökum lauk síð­degis í dag og í kvöld­fréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem fram hefur komið við aðal­með­ferðina í Gull­hömrum auk þess sem rætt verður við verjanda í málinu í beinni.

Gisti­skýli fyrir heimilis­laust flótta­fólk verður opnað á morgun. Ráð­herrum greinir á um hvort úr­ræðið sé skyn­sam­legt en hjálpar­sam­tök lýsa yfir á­hyggjum af stöðunni. Drífa Snæ­dal tals­kona Stíga­móta kemur í settið og fer yfir málið.

Heil­brigðis­ráð­herra ætlar að setja reglur um notkun fylli­efna á Ís­landi. Við ræðum við ráð­herra sem vonar að málið vinnist hratt og að notkunin verði á þessu ári háð skýrum tak­mörkunum.

Á fjórða tug starfs­manna Grundar­heimilanna hefur verið sagt upp störfum. Við ræðum við for­mann Eflingar í beinni sem hefur gagn­rýnt að­gerðina harð­lega. Þá heyrum við í grunn­skóla­nemum sem kjósa að sneiða hjá kjöti og verðum í beinni frá tómri Laugar­dals­laug þar sem fram­kvæmdir eru fram undan.

Og í Ís­landi í dag fjallar Kristín Ólafs­dóttir um svip­legt and­lát af­greiðslu­manns í Krónunni, sem hafði mikil á­hrif á við­skipta­vin búðarinnar og heim­sækjum sólar­geisla sem unnið hefur á kassanum í Bónus í tólf ár.

Þetta og margt fleira á sam­tengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.