Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 21:35 Björgunarsveitarfólk hefur skorðað dýrið af þannig að það velti ekki á hliðina á grynningunum. Arianne Gähwiller Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. „Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið. Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira