Innlent

Úrskurðuð í viku gæslu­varð­hald til við­bótar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill

Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði við fréttastofu fyrr í dag að dánarorsök væru enn óljós. 

„Akkúrat núna er verið að taka fyrir kröfu lögreglustjórans um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dánarorsök eru enn óljós og rannsóknin er í fullum gangi. Henni miðar vel,“ segir Ævar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×