Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði sérstaklega um heimferðina á blaðamannafundi fyrir leikinn.
Það mætti halda að stórlið Manchester City hefði efni á því að bjóða leikmönnum sínum upp á sem þægilegasta ferðalagið til og frá leikjum liðsins en það er ekki möguleiki á slíku í kvöld. Það er þó ekki verið að spara pening heldur hafa komið um sérstakar aðstæður að þessu sinni.
Pep Guardiola believes 142-mile bus journey will cost Man City valuable recovery time
— Mail Sport (@MailSport) September 27, 2023
@Jack_Gaughan https://t.co/56Au9stf02
Leikurinn hjá Newcastle og Manchester City klárast ekki fyrr en um tíu að staðartíma en gæti dregist enn lengur endi leikurinn í framlengingu og vítakeppni.
Á þeim tíma eru engar lestir eða flug í boði fyrir leikmenn og starfsmenn City aftur heim til Manchester.
Það bíður hópsins því 225 kílómetra rútuferð eftir leikinn sem mun taka þá næstum því þrjá klukkutíma.
Leikmenn Manchester City eru vanir því að fljúga heim eftir leiki sína en svo er ekki núna.
„Við getum ekki komið til baka með flugi af því að það eru einhver vandræði með flugvélarnar. Við höfum ekki flugvél til að komast til baka og við verðum því að taka rútu. Við munum ekki koma hingað til Manchester fyrir en þremur tímar síðar og strax á föstudaginn þurfum við síðan að ferðast til Wolves,“ sagði Pep Guardiola sem hefur áhyggjur af áhrifum þessa ferðalags á leikmenn sína. Liðið hefur unnið alla leiki tímabilsins til þessa.
Pep Guardiola: We cannot come back by plane, there s a problem with the planes. We have to take the bus, it s two/three hours later [we re back after the game]. We arrive [back] so, so late - Thursday we arrive, Friday we have to travel to Wolves... , as per @BeanymanSports. pic.twitter.com/yqGtFjmGGC
— City Report (@cityreport_) September 26, 2023