Fótbolti

Jón Dagur í sviðsljósinu í sigri Leuven

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði og misnotaði vítaspyrnu í sigri OH Leuven.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði og misnotaði vítaspyrnu í sigri OH Leuven. X-síða OH Leuven

Jón Dagur Þorsteinsson kom mikið við sögu þegar OH Leuven vann mikilvægan sigur í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir liðinu úr fallsæti.

Jón Dagur var öflugur í landsleikjum Íslands gegn Lúxemborg og Bosníu á dögunum. Í dag var hann í byrjunarliði OH Leuven sem mætti Mechelen á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Strax á fyrstu mínútu leiksins var Jón Dagur búinn að koma Leuven yfir þegar hann skoraði eftir sendingu Nachon Nsingi. Þetta er annað mark Jóns Dags á tímabilinu.

Um stundarfjórðungi síðan fékk Leuven síðan vítaspyrnu. Jón Dagur steig á punktinn en misnotaði spyrnuna og staðan því enn 1-0. Youssef Maziz bætti öðru marki liðsins við undir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-0 í hálfleik.

Heimamenn í Mechelen minnkuðu muninn í síðari hálfleik en tókst ekki að jafna metin. Jón Dagur tókst að koma boltanum í netið í annað sinn þegar skammt var eftir en markið var dæmt af. 

2-1 sigur Leuven því staðreynd sem þar með lyftir sér úr fallsæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×