Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að handtöku þriggja manna í Flúðaseli í gær. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm
Mönnunum þremur sem handteknir voru í aðgerðum sérsveitarinnar í gær í Flúðaseli í Breiðholti, hefur verið sleppt úr haldi.
Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
Mennirnir voru handteknir um hádegisbil í gær í kjölfarið á ábendingu sem lögreglu barst. Ævar Pálmi vildi ekki tjá sig um hvað ábendingin hefði falið í sér, en hún var metin þannig að lögregla þyrfti aðstoðar sérsveitarinnar við aðgerðir.
Athygli vakti að handtökurnar fóru fram í sama húsi og önnur handtaka fyrr í mánuðinum. Þá voru menn leiddir út á nærfötunum, en lögregla gaf út að sú aðgerð tengdist ráni og ofbeldisbrotum.
Ekki liggur fyrir hvort um sömu menn og handteknir voru í gær sé að ræða.
Handtaka mannanna sem dregnir voru út í handjárnum á nærbuxunum í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í síðustu viku er til skoðunar hjá lögreglu. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.