Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu.
Hann segir að aðgerðum sé að ljúka og að almenningi stafi ekki hætta af. Hann segir að lögregla hafi notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í aðgerðunum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Eiríkur segir að líkur séu á að lögregla muni senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag.
Hann segir að allir mennirnir þrír hafi verið handteknir á sama stað.

Fréttin var uppfærð klukkan 13:13.