Erlent

Fundu sjö­tíu milljónir í reiðu­fé og gull­stangir heima hjá öldunga­deildar­þing­manni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þetta er í annað sinn sem öldungadeildarþingmaðurinn er ákærður fyrir spillingu.
Þetta er í annað sinn sem öldungadeildarþingmaðurinn er ákærður fyrir spillingu. Getty/Dietsch

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bob Menendez hefur verið ákærður fyrir spillingu. Fimm hundruð þúsund dollarar, eða tæpar sjötíu milljónir íslenskra króna, fundust við húsleit hjá þingmanninum.

Þingmaðurinn er í flokki Demókrata í New Jersey og fannst góssið við húsleit á heimili hans í fyrra. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá meintri spillingu. Hann er talinn hafa þegið mútur og nýtt stöðu sína til að gera velvildarmenn vellauðuga.

Þá er Menendez einnig talinn hafa gert egypsku ríkisstjórninni greiða og þegið gull fyrir. MNSBC greinir frá því að þingmaðurinn hafi flett upp verðmæti gulls á internetinu stuttu eftir komu hans frá Egyptalandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmaðurinn er ákærður fyrir spillingu. Fyrir tæpum sex árum var hann ákærður fyrir spillingu málinu var vísað frá vegna þess að kviðdómur komst ekki einróma að niðurstöðu. Málið var á endanum látið niður falla og náði hann endurkjöri þrátt fyrir ákæruna.

Menendez stendur frammi fyrir endurkjöri að nýju en mögulegt endurkjör öldungadeildarþingmannsins á að fara fram á næsta ári. Fjölmiðlar ytra telja ljóst að kosningarnar muni ekki ganga jafn vel og vænta mátti í ljósi nýjustu fregna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.