Þingmaðurinn er í flokki Demókrata í New Jersey og fannst góssið við húsleit á heimili hans í fyrra. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá meintri spillingu. Hann er talinn hafa þegið mútur og nýtt stöðu sína til að gera velvildarmenn vellauðuga.
Þá er Menendez einnig talinn hafa gert egypsku ríkisstjórninni greiða og þegið gull fyrir. MNSBC greinir frá því að þingmaðurinn hafi flett upp verðmæti gulls á internetinu stuttu eftir komu hans frá Egyptalandi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmaðurinn er ákærður fyrir spillingu. Fyrir tæpum sex árum var hann ákærður fyrir spillingu málinu var vísað frá vegna þess að kviðdómur komst ekki einróma að niðurstöðu. Málið var á endanum látið niður falla og náði hann endurkjöri þrátt fyrir ákæruna.
Menendez stendur frammi fyrir endurkjöri að nýju en mögulegt endurkjör öldungadeildarþingmannsins á að fara fram á næsta ári. Fjölmiðlar ytra telja ljóst að kosningarnar muni ekki ganga jafn vel og vænta mátti í ljósi nýjustu fregna.
Prosecutors say FBI agents found $500,000 in cash and several gold bars in the home of Sen. Bob Menendez and his wife during a June 2022 search.
— MSNBC (@MSNBC) September 22, 2023
The details come as the NJ Senator is set to be arraigned Wednesday on bribery charges. pic.twitter.com/QYjQuVTRxh