Erlent

Einn al­ræmdasti veiði­þjófur heims í fangelsi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vísindin hafa ekki getað sannað að horn nashyrninga hafi einhvern lækningamátt.
Vísindin hafa ekki getað sannað að horn nashyrninga hafi einhvern lækningamátt. Getty

Hinn malasíski Teo Boon Ching hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa skipulagt smygl á hundruðum kílóa af nashyrningahornum. Talið er að hann hefði grætt tæpar þrjú hundruð milljónir króna á viðskiptunum.

Dómurinn féll á þriðjudag í Bandaríkjunum en Ching hafði verið framseldur þangað eftir að hafa verið handtekinn í Tælandi. 

Rannsakendur málsins kalla Ching „Guðfaðirinn“ vegna þess hve alræmdur á markaðnum hann er. Hann var ákærður fyrir að flytja nashyrningahorn sem samtals vógu 217 kíló. 

Nashyrningahorn seljast dýrum dómum á svörtum markaði, þá sérstaklega í Asíu. Telja margir að hornin hafi einhvern lækningamátt. Þau samanstanda að mestu leyti af keratíni, sama efni og finnst í nöglum á mannfólki, og ekki neitt sem sannar að þau lækni hvorki eitt né neitt. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.