Sameining MA og VMA „ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. september 2023 13:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir áform menntamálaráðherra um sameiningu MA og VMA ekki heillaskref fyrir íslenskt menntakerfi. Ólíkir skólar tryggi meiri fjölbreytileika fyrir nemendur á landsbyggðinni. Hann er mótfallinn sameiningunni. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í upphafi mánaðar áform um sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafa allir tekið jafn vel í þessa breytingu en kennarar skólanna, nemendur og fyrrverandi nemendur hafa margir lýst yfir mikilli andstöðu við þessi áform ráðherrans. Í gær var greint frá því í Speglinum á RÚV að áform ráðherrans væru líklega komin á ís. Hann hefði fundið auka fjármagn sem breytti verkefninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samráðherra Ásmundar í ríkisstjórn, segist vonast til þess að ekkert verði af sameiningu skólanna. „Ég var formaður skólafélagsins Hugins í MA og ég er ekki að sjá að þessi sameining sé skynsamleg, og er mótfallin því að sameina MA og VMA,“ segir ráðherrann. Hann segist telja skólana of ólíka og með því að vera aðskildir sé meiri fjölbreytileiki í boði fyrir nemendur á Norðurlandi. „Annar er áfangaskóli og hinn er með bekkjakerfi og þannig bjóða þeir upp á miklu meiri fjölbreytileika sem tveir skólar heldur en að þeim væri steypt saman í einn áfangaskóla. Fyrir nám á Norðurlandi, og raunar víðar, því það sækir fólk víðar af landinu. Þetta er þannig stórt landsbyggðarmál,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir ekki alla foreldra vilja senda börnin ein til Reykjavíkur og því sé þetta mikilvægt fyrir alla. „Með því að hafa meiri fjölbreytileika út á landi eru meiri möguleikar að senda börnin á staði eins og Akureyri. Ég er ágætis dæmi um það sjálfur. Fæddur og uppalinn rétt hjá Borgarnesi og kaus að fara norður til að sækja mér menntun.“ Guðmundur segir Ásmundi vel kunnugt um hans skoðanir á þessu máli. „Þetta var vissulega kynnt á ríkisstjórnarfundi, þessi áform. Ráðherrar ráða ákveðnum málum sjálfur og sem mennta- og barnamálaráðherra er þetta einmitt eitt slíkra mála sem hann ræður. Hann veit af afstöðu minni í málinu.“ Spurður hvort að hann telji að betur hefði getað verið staðið að þessu máli segist Guðmundur Ingi ekki geta svarað því en að hann vonist til þess að það þurfi ekki að koma til þessarar sameiningar. „Ég held að hún sé ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi og vonast til þess að það verði fundnar leiðir til þess að þetta þurfi ekki að gerast.“ Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í upphafi mánaðar áform um sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafa allir tekið jafn vel í þessa breytingu en kennarar skólanna, nemendur og fyrrverandi nemendur hafa margir lýst yfir mikilli andstöðu við þessi áform ráðherrans. Í gær var greint frá því í Speglinum á RÚV að áform ráðherrans væru líklega komin á ís. Hann hefði fundið auka fjármagn sem breytti verkefninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samráðherra Ásmundar í ríkisstjórn, segist vonast til þess að ekkert verði af sameiningu skólanna. „Ég var formaður skólafélagsins Hugins í MA og ég er ekki að sjá að þessi sameining sé skynsamleg, og er mótfallin því að sameina MA og VMA,“ segir ráðherrann. Hann segist telja skólana of ólíka og með því að vera aðskildir sé meiri fjölbreytileiki í boði fyrir nemendur á Norðurlandi. „Annar er áfangaskóli og hinn er með bekkjakerfi og þannig bjóða þeir upp á miklu meiri fjölbreytileika sem tveir skólar heldur en að þeim væri steypt saman í einn áfangaskóla. Fyrir nám á Norðurlandi, og raunar víðar, því það sækir fólk víðar af landinu. Þetta er þannig stórt landsbyggðarmál,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir ekki alla foreldra vilja senda börnin ein til Reykjavíkur og því sé þetta mikilvægt fyrir alla. „Með því að hafa meiri fjölbreytileika út á landi eru meiri möguleikar að senda börnin á staði eins og Akureyri. Ég er ágætis dæmi um það sjálfur. Fæddur og uppalinn rétt hjá Borgarnesi og kaus að fara norður til að sækja mér menntun.“ Guðmundur segir Ásmundi vel kunnugt um hans skoðanir á þessu máli. „Þetta var vissulega kynnt á ríkisstjórnarfundi, þessi áform. Ráðherrar ráða ákveðnum málum sjálfur og sem mennta- og barnamálaráðherra er þetta einmitt eitt slíkra mála sem hann ræður. Hann veit af afstöðu minni í málinu.“ Spurður hvort að hann telji að betur hefði getað verið staðið að þessu máli segist Guðmundur Ingi ekki geta svarað því en að hann vonist til þess að það þurfi ekki að koma til þessarar sameiningar. „Ég held að hún sé ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi og vonast til þess að það verði fundnar leiðir til þess að þetta þurfi ekki að gerast.“
Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00
Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?