Fótbolti

Mourinho skammar leikmann sinn fyrir að vera alltaf meiddur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn símeiddi Renato Sanches er byrjaður að fara í taugarnar á José Mourinho.
Hinn símeiddi Renato Sanches er byrjaður að fara í taugarnar á José Mourinho. getty/Silvia Lore

José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, er orðinn ansi pirraður á Renato Sanches, þrátt fyrir að aðeins tíu vikur séu síðan hann kom liðsins.

Roma fékk hinn portúgalska Sanches á láni frá Paris Saint-Germain fyrir tímabilið. Hann var í byrjunarliði Roma í sigrinum á Sheriff Tiraspol, 1-2, í Evrópudeildinni í gær en fór meiddur af velli á 28. mínútu. Sanches hefur aðeins spilað samtals 98 mínútur síðan hann kom til Roma. 

Þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað hann nema í um tvo mánuði virðist Mourinho vera kominn með nóg af Sanches.

„Þeir (Sanches og Houssem Aouar) verða að spila. Þeir þurfa að komast í takt. En það er alltaf áhætta með Renato. Það er erfitt að skilja þetta; Bayern skildi hann ekki, PSG ekki heldur og við erum í vandræðum,“ sagði Mourinho eftir leikinn í Moldóvu.

„Hann spilaði 45 mínútur á sunnudaginn, fékk svo þriggja daga hvíld en þurfti að fara út af eftir 27 mínútur í dag. Það er alltaf óvissa með hann. Það er erfitt að skilja af hverju hann er alltaf meiddur.“

Sanches sló í gegn þegar Portúgal varð Evrópumeistari 2016 en hefur ekki tekist að fylgja því frammistöðu sinni þar eftir. Bayern München keypti hann eftir HM en hann spilaði aðeins 53 leiki fyrir Bayern og var lánaður til Swansea City um tíma. Sanches spilaði svo þrjú ár með Lille áður en PSG keypti hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×